Almennar fréttir
Aðalskrifstofa Rauða krossins flytur
01. október 2024
Aðalskrifstofa Rauða krossins á Íslandi verður flutt tímabundið frá Efstaleiti 9 í Víkurhvarf 1 vegna framkvæmda. Vegna flutninganna verður skrifstofan lokuð dagana 2.-4. október.

English below.
---
Framkvæmdir eru á næsta leiti á aðalskrifstofu Rauða krossins á Íslandi og því verður starfsemin flutt frá Efstaleiti 9 í Víkurhvarf 1, þar sem hún opnar á ný 7. október.
Aðalskrifstofa Rauða krossins var byggð árið 1997 og engar framkvæmdir hafa farið fram á húsinu síðastliðin 27 ár. Nú er því kominn tími fyrir viðgerðir og uppfærslu á húsnæðinu svo það mæti betur þörfum starfseminnar, sem hefur breyst mikið frá opnun.
Vegna flutninganna verður lokað á aðalskrifstofu Rauða krossins dagana 2.-4. október og svo opnar skrifstofan aftur á nýja staðnum þann 7. október.
Áætlað er að aðalskrifstofan verði flutt aftur í Efstaleiti 9 um miðbik næsta árs.

The main office of the Icelandic Red Cross is moving
The main office of the Icelandic Red Cross is moving temporarily from Efstaleiti 9 to Víkurhvarf 1 due to maintenance. Due to the move, the office will be closed between the 2nd and 4th of October.
The main office will undergo maintenance soon and for that reason the activities of the main office will be moved from Efstaleiti 9 to Víkurhvarf 1, where it will reopen on October 7th.
The main office of the Red Cross was built in 1997 and no maintenance has been done on the building in the last 27 years. Now it is time to fix it up so it can better serve the needs of our work, which has changed a lot since we opened.
Due to the move the main office will be closed from October 2nd to the 4th and then we will reopen in the new location on October 7th.
The main office is scheduled to be moved back to Efstaleiti 9 in the middle of next year.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.

Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.