Almennar fréttir
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
22. febrúar 2024
Aðalfundur höfuðborgardeildar Rauða krossins verður haldinn fimmtudaginn 7. mars kl. 18.00 í húsnæði Rauða krossins á Íslandi, Efstaleiti 9.
Dagskrá fundarins
- Kosning fundastjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári
- Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu
- Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar
- Innsendar tillögur
- Tillaga til atkvæða um sameiningu við Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeild.
- Kosning deildarstjórnar
- Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra
- Önnur mál
- Þakkir til fráfarandi stjórnarmanna
- Viðurkenning sjálfboðaliða
Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2023. Fundurinn er opin öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning. Kosningar í allar trúnaðarstöður deildarinnar eru leynilegar sbr. 9.tl. 19.gr. laga Rauða krossins á Íslandi.
- Stjórn Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.