Almennar fréttir
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
22. febrúar 2024
Aðalfundur höfuðborgardeildar Rauða krossins verður haldinn fimmtudaginn 7. mars kl. 18.00 í húsnæði Rauða krossins á Íslandi, Efstaleiti 9.
Dagskrá fundarins
- Kosning fundastjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári
- Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu
- Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar
- Innsendar tillögur
- Tillaga til atkvæða um sameiningu við Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeild.
- Kosning deildarstjórnar
- Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra
- Önnur mál
- Þakkir til fráfarandi stjórnarmanna
- Viðurkenning sjálfboðaliða
Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2023. Fundurinn er opin öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning. Kosningar í allar trúnaðarstöður deildarinnar eru leynilegar sbr. 9.tl. 19.gr. laga Rauða krossins á Íslandi.
- Stjórn Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.