Almennar fréttir
Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar
24. mars 2023
Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar var haldinn 9. mars og gekk afar vel. Það var fámennt á fundi en góðmennt.

Í stjórn kom nýr formaður til tveggja ára, Margrét Gauja Magnúsdóttir, en auk þess var Indriði Gunnlaugsson kosinn í stjórn til tveggja ára, Þorsteinn Jónsson kosinn sem gjaldkeri til tveggja ára og Védís Einarsdóttir kosin sem varamaður til eins árs.
Elínborg, varaformaður samtakanna Hennar rödd, kom og flutti áhugavert erindi í upphafi fundar og þökkum við henni kærlega fyrir.
Ný stjórn Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.
Ársskýrslu deildarinnar fyrir árið 2022 má nálgast hér.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.