Almennar fréttir
Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar
24. mars 2023
Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar var haldinn 9. mars og gekk afar vel. Það var fámennt á fundi en góðmennt.
Í stjórn kom nýr formaður til tveggja ára, Margrét Gauja Magnúsdóttir, en auk þess var Indriði Gunnlaugsson kosinn í stjórn til tveggja ára, Þorsteinn Jónsson kosinn sem gjaldkeri til tveggja ára og Védís Einarsdóttir kosin sem varamaður til eins árs.
Elínborg, varaformaður samtakanna Hennar rödd, kom og flutti áhugavert erindi í upphafi fundar og þökkum við henni kærlega fyrir.
Ný stjórn Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.
Ársskýrslu deildarinnar fyrir árið 2022 má nálgast hér.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.