Almennar fréttir
6. bekkur í Helgafellsskóla safnaði pening fyrir Rauða krossinn
07. júní 2022
Í síðustu viku var þemavika í Helgafellsskóla með yfirskriftinni Ég hef áhrif. Þá var lagt upp með að nemendur veltu því fyrir sér hvað það er að gera góðverk.
Þau gengu út frá spurningunni:
Hvernig við getum lagt okkar að mörkum til að gera heiminn að betri stað?
Hjálpumst að við að gera góðverk.
6. bekkur í Helgafellsskóla ákvað að styrkja Rauða krossinn með von um að peningarnir nýtist vel. Alls söfnuðust 15.395 kr.
Söfnunin fór fram með ýmsum hætti, þau bjuggu meðal annars til skart, bangsa og bökuðu kökur auk annarra verkefna.
Við þökkum þessum duglegu börnum fyrir sitt framlag í þágu mannúðarmála.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.