Almennar fréttir
6. bekkur í Helgafellsskóla safnaði pening fyrir Rauða krossinn
07. júní 2022
Í síðustu viku var þemavika í Helgafellsskóla með yfirskriftinni Ég hef áhrif. Þá var lagt upp með að nemendur veltu því fyrir sér hvað það er að gera góðverk.
Þau gengu út frá spurningunni:
Hvernig við getum lagt okkar að mörkum til að gera heiminn að betri stað?
Hjálpumst að við að gera góðverk.
6. bekkur í Helgafellsskóla ákvað að styrkja Rauða krossinn með von um að peningarnir nýtist vel. Alls söfnuðust 15.395 kr.
Söfnunin fór fram með ýmsum hætti, þau bjuggu meðal annars til skart, bangsa og bökuðu kökur auk annarra verkefna.
Við þökkum þessum duglegu börnum fyrir sitt framlag í þágu mannúðarmála.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.