Almennar fréttir
112 dagurinn haldinn hátíðlegur
21. febrúar 2020
Víðsvegar um landið kom fólk saman, m.a. á Egilsstöðum, Borgarnesi og á höfuðborgar
112 dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið þann 11. febrúar sl.
Á Egilsstöðum komu viðbragðsaðilar saman og sýndu tæki og búnað á planinu við nytjamarkað Rauða krossins að Dynskógum 4. Boðið var upp á kaffi, súkkulaðimola og kleinur og Begga
formaður skellti í döðlugotterí fyrir gesti og gangandi, en fjölmargir lögðu leið sína á svæðið. Sjálfboðaliðar Rauða krossins sýndu bílinn Austra og neyðarvarnarkerru, dreifðu bæklingum og sýndu sig og sáu aðra.
Auk tækja Rauða krossins var lögreglan með lögreglubíl, HSA með sjúkrabíl, björgunarsveitin Hérað með snjóbíl, rússneskan úral og stóran björgunarsveitarbíl, Bbörgunarsveitin Jökull með tvo bíla og svo slökkviliðið með fjölda bíla og hjóla.
Í Borgarnesi tók viðbragðsteymi Rauða krossins þátt í 112 deginum og kynnti Hjálparsímann 1717 í Hyrnutorgi. Almenn ánægja og þakklæti var með kynninguna, sem og með Hjálparsímann.
Á höfuðborgarsvæðinu voru viðbragðsaðilar með tæki sín til sýnis við flestar umferðaræðar og minntu á sig. Þá var haldin hefðbundin athöfn í björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð þar sem m.a. Skyndihjálparmaður ársins var útnefndur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.