Almennar fréttir
11 milljónir söfnuðust fyrir Frú Ragnheiði
09. október 2020
Söfnun fyrir nýjum bíl Frú Ragnheiðar lauk í gær
Við erum full þakklætis fyrir þau fjölmörgu framlög sem bárust í söfnun fyrir nýjum bíl Frú Ragnheiðar á höfuðborgarsvæðinu.
Markmiðinu var náð og gott betur, en alls söfnuðust 11 milljónir. Söfnuninni lauk í gær á 11 ára afmæli verkefnisins svo það var afskaplega viðeigandi.
Sérútbúinn bíll í góðu standi er undirstaða verkefnisins. Þökk sé ykkur getum við keypt nýjan bíl og innréttað hann í takt við þarfir skjólstæðinga og sjálfboðaliða verkefnisins. Það sem safnast hefur umfram kostnað við nýjan bíl verður varið í nálaskiptaþjónustu fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar. Ef þig langar enn að leggja verkefninu lið er það hægt með því að senda TAKK í 1900 eða leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649.
Við hlökkum til að sýna ykkur nýja bílinn um leið og hann er tilbúinn. Við vonumst til þess að hann verði farinn að keyra um götur höfuðborgarsvæðisins fyrir jól!
Markmiðinu var náð og gott betur, en alls söfnuðust 11 milljónir. Söfnuninni lauk í gær á 11 ára afmæli verkefnisins svo það var afskaplega viðeigandi.
Sérútbúinn bíll í góðu standi er undirstaða verkefnisins. Þökk sé ykkur getum við keypt nýjan bíl og innréttað hann í takt við þarfir skjólstæðinga og sjálfboðaliða verkefnisins. Það sem safnast hefur umfram kostnað við nýjan bíl verður varið í nálaskiptaþjónustu fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar. Ef þig langar enn að leggja verkefninu lið er það hægt með því að senda TAKK í 1900 eða leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649.
Við hlökkum til að sýna ykkur nýja bílinn um leið og hann er tilbúinn. Við vonumst til þess að hann verði farinn að keyra um götur höfuðborgarsvæðisins fyrir jól!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.