Almennar fréttir

#100voices

07. apríl 2021

100 raddir eru hvetjandi sögur af konum frá upphafi Rauða kross hreyfingarinnar til dagsins í dag. Sögurnar bera vitni um framlag kvenna til hreyfingarinnar víðsvegar um heiminn sem hópar og sem einstaklingar.

#100voices

100 raddir eru hvetjandi sögur af konum frá upphafi Rauða kross hreyfingarinnar til dagsins í dag. Sögurnar bera vitni um framlag kvenna til hreyfingarinnar víðsvegar um heiminn sem hópar og sem einstaklingar.

GLOW Red, alþjóðlegt tengslanet kvenkyns leiðtoga innan Rauða kross hreyfingarinnar, óskaði eftir tilnefningum að framúrskarandi konum sem hafa haft áhrif á Rauða kross hreyfinguna og sett mark sitt á starfið þannig að án þeirra væri hreyfingin ekki sú sama. Konur gegna lykilhlutverki í Rauða kross hreyfingunni og raddir þeirra þurfa að heyrast.

Aziza Abdikadir Hassan er ein þeirra sem var valin en hún erverkefnastjóri jafnréttismála (e. gender and diversity manager) hjá sómalska Rauða hálfmánanum.

Að ná fram breytingum með vitundarvakningu

„Ég trúi því persónulega að ef við höldum áfram að sinna markvissri vitundarvakningu innan ákveðinna samfélaga munum við geta bjargað mörgum ungum stelpum og konum frá limlestingu kynfæra þeirra.“

Aziza Abdikadir Hassan hóf störf hjá sómalska Rauða hálfmánanum (SRCS - URURKA BISHA CAS) í febrúar 2018 við gagnaskráningu um heilbrigði og næringu. Nú starfar hún af ástríðu sem verkefnastjóri jafnréttismálahjá sómalska Rauða hálfmánanum.

Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, þar með talið skaðlegt en gamalgróið ofbeldi líkt og limlesting kynfæra kvenna, er mjög algengt víða í Sómalílandi. Aziza hefur lagt sig alla fram við að þjálfa starfsfólk og sjálfboðaliða og fræða þau um varnir og viðbrögð við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi.

Hún hefur lagt áherslu á að bæta þekkingu og færni hjá starfsfólki í heilbrigðisþjónustu með víðtækri þjálfun og fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, tilvísanaleiðir innan kerfisins og þolendamiðaða aðstoð. Hún hefur lagt áherslu á siðareglur hreyfingarinnar, barnavernd, forvarnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðisofbeldi og fleira til að koma á öruggu starfsumhverfi og tryggja gæði þjónustunnar sem er veitt.

Aziza hefur náð miklum árangri í forvörnum gegn limlestingu kynfæra kvenna með því að auka vitund og byggja upp fræðslugetu heilbrigðisstarfsfólks og sjálfboðaliða til að vekja athygli á málefninu í samfélaginu. Það er erfitt að breyta hegðun fólks og það er krefjandi að breyta venjum og háttum tengdum jafn rótgrónum sið og limlesting kynfæra kvenna er í Sómalíu. Stundum hefur Aziza þurft að fara í margar heimsóknir til að hjálpa fjölskyldum að skilja hversu alvarleg áhætta fylgir limlestingum kynfæra kvenna.

Að mati Azizu standa kvenkyns leiðtogar eins og hún sjálf frammi fyrir miklum menningarlegum áskorunum og hindrunum vegna þess hve viðkvæm viðfangsefni kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, limlesting kynfæra kvenna og blæðingar kvenna eru. Hún mætir mikilli mótspyrnu frá bæði konum og körlumi. Þrátt fyrir að Aziza hafi náð markverðum árangri í að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi veit hún að það er enn mikið verk fyrir höndum.

„Ég býst við að fleiri sómalskar konur bætist í hóp þeirra sem leiða samfélögin okkar. Það getur haft ótrúleg áhrif á daglegt líf að lifa með reisn og virðingu.“

- Aziza Abdikadir Hassan, Sómalíu

Það eru ekki mörg félög í Sómalílandi sem láta sig málefni jafnréttis, verndar og þátttöku án aðgreiningar varða (e. Protection, Gender and Inclusion) og samfélagsvitund um málefnin er takmörkuð. Það hefur verið Azizu erfitt að sjá hvernig samfélagið er ómeðvitað um að hægt sé að nálgast nauðsynlega þjónustu tengdumþessum málefnum. Í gegnum sómalska Rauða hálfmánann kom Aziza stolt á laggirnar fundum í afskekktum samfélögum og skapaði tækifæri til að eiga góðar samræður um mikilvæg málefni sem hafa áhrif á líf kvenna og stúlkna í áhættuhópi. Hún hlakkar til að halda áfram að vinna með Rauða krossinum og Rauða hálfmánanum og samfélaginu öllu til að styðja dætur, systur og verðandi mæður Sómalílands.

Rauði krossinn á Íslandi styður við verkefni Azizu í Sómalíu og fjármagnar stöðu hennar.