
Skrifstofa Alþjóðaráðsins í Rafah skemmd
Alþjóðastarf 24. mars 2025βÁtök á ný og ofbeldi fylla alla vonleysi,β segir í nýrri yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum skal hjálparstarfsfólk, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir njóta sérstakrar verndar.

Nýir og rúmbetri sjúkrabílar á leiðinni
Almennar fréttir 24. mars 2025Rauðinn krossinn mun á næstu mánuðum taka við 25 nýjum sjúkrabílum. Um tvær týpur af bílum verður að ræða.

Breytingar á félagslegum stuðningi
Almennar fréttir 20. mars 2025Vinnumálastofnun og ráðuneyti félagsmála hafa ákveðið að endurnýja ekki samninga við Rauða krossinn sem lúta að félagslegum stuðningi við umsækjendur um vernd annars vegar og ráðgjafaþjónustu vegna fjölskyldusameininga hins vegar.

Engin mannúðaraðstoð til Gaza í 18 daga
Alþjóðastarf 19. mars 2025Ekkert eldsneyti, lækningavörur, lyf, matur, föt eða aðrar lífsnauðsynlegar bjargir hafa komist inn á Gaza eftir að landamærastöðvar lokuðust í byrjun mars.

Áskoranir og ánægjulegir áfangar hjá nýrri höfuðborgardeild
Almennar fréttir 19. mars 2025Margra forvitnilegra grasa kennir í fyrstu ársskýrslu nýrrar höfuðborgardeildar Rauða krossins. Risastór verkefni blöstu við í fyrra, m.a. opnun neyslurýmisins Ylju sem hefur verið mjög vel tekið.

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Alþjóðastarf 14. mars 2025Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gaza. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. βEnn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,β segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.

Rauði krossinn og utanríkisráðuneytið gera með sér samkomulag á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu
Almennar fréttir 03. mars 2025Utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað rammasamning um þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð fyrir 2025-2028. Samningurinn tryggir fyrirsjáanlega fjármögnun og skilvirkari aðstoð. Meðal verkefna sem njóta stuðnings eru fræðsla um kynbundið ofbeldi í Sómalíu, trjárækt í Síerra Leóne og uppbygging á viðbúnaði og viðnámsþrótti samfélaga í Malaví, auk neyðarviðbragða vegna átaka og náttúruhamfara.

Aðalfundur Rauða krossins í Vík
Almennar fréttir 26. febrúar 2025Aðalfundur Víkurdeildar Rauða krossins verður haldinn þriðjudaginn 4. mars kl 19:00 í Kjallaranum, Suður-Vík.

Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 12. febrúar 2025Aðalfundur höfuðborgardeildar Rauða krossins verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 17:00 í húsnæði Rauða krossins á Íslandi, Víkurhvarfi 1.

Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
Almennar fréttir 11. febrúar 2025Í dag var haldið upp á 112-daginn í slökkvistöðinni í Skógarhlíð 14, en þemað í ár var börn og öryggi. Við þetta tækifæri veitti Rauði krossinn á Íslandi skyndihjálparmanneskjum ársins viðurkenningu. Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp.

Tímasetningar aðalfunda deilda 2025
Almennar fréttir 07. febrúar 2025Hér má sjá tímasetningar á þeim aðalfundum deilda Rauða krossins sem hafa verið ákveðnir.

Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Almennar fréttir 05. febrúar 2025Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 13. mars.

Gísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.

Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.

Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.