Alþjóðleg verkefni Rauða krossins á Íslandi
Alþjóðleg verkefni
Rauði krossinn á Íslandi er hluti af stærstu mannúðar- og hjálparsamtökum heims sem gjarnan er nefnd Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Alþjóðastarfið okkar

Alþjóðlegt starf
Áhersla er lögð á að bæta til frambúðar heilbrigði, aðgang að hreinu vatni og auka hreinlæti, ásamt því að efla stúlkur til skólagöngu, bæta þekkingu þeirra á réttindum sínum og efla trú þeirra á eigin getu.

Fregnir af alþjóðastarfi
Áherslusvæði í alþjóðastarfi eru Afríka og Miðausturland en Rauði krossinn bregst við neyð um heim allan í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans og önnur landsfélög.

Sendifulltrúar
Sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi sinna verkefnum um heim allan. Sendifulltrúar vinna á sviði upplýsingatækni, lögfræði, iðnfræði, hjúkrunar og læknisfræði.