ATH Gjafabréfið er afgreitt við næsta virka dag eða samdægurs (virka daga) ef pöntun berst fyrir kl 13. Gjafabréfið verður sent á netfang kaupanda.

Námskeið fyrir foreldra og forráðamenn barna, auk annarra sem sinna börnum.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á grunnatriði almennrar skyndihjálpar, svo sem skoðun og mat á ástandi og endurlífgun. Farið er í viðbrögð við algengum slysum og alvarlegum veikindum og hvernig best er að styðja við börnin í slíkum tilfellum. Námskeiðið gagnast öllum þeim sem umgangast börn, hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.

Þátttakendur þurfa að vera 14 ára eða eldri.

Gjafabréf á Slys og veikindi barna / ungbarna

Verð
13.200 kr