ATH Gjafabréfið er afgreitt við næsta virka dag eða samdægurs (virka daga) ef pöntun berst fyrir kl 13. Gjafabréfið verður sent á netfang kaupanda.

Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri, sem vilja gefa sér góðan tíma í að læra skyndihjálp og endurlífgun. Þátttakendur öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita einföldum aðferðum í skyndihjálp á öruggan hátt.

Námskeiðið er 12 klukkustundir, 6 klst hvorn dag. Það er metið til eininga í flestum framhaldsskólum, til aukinna ökuréttinda og víðar.

Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.

Gjafabréf á 12 tíma skyndihjálparnámskeið

Verð
22.000 kr