Félagar

Félagar taka þátt í að móta stefnu og starf Rauða krossins á aðalfundi sem haldinn er á tveggja ára fresti. Rauði krossinn á Íslandi er eitt félag og starfar sem ein heild. Styrkur félagsins byggir á að eining ríki um markmið og verkefni þess. Félagar Rauða krossins koma að þeirri vinnu með stefnumótandi leiðbeiningum sem sett eru fyrir á aðalfundum deilda og landsfélags. Hlið við hlið starfa öll samkvæmt grunngildum Rauða krossins, stefnu og siðareglum. 

Rauði krossinn á Íslandi er eitt félag með starfsemi um allt land. Landsskrifstofa aflar grunngildum og verkefnum Rauða krossins stuðnings, miðlar þekkingu, vinnur að verkefnum á landsvísu og að neyðar- og þróunaraðstoð á alþjóðavettvangi. Landsskrifstofa annast samskipti við deildir, samræmir vinnubrögð og þjónar deildum með fræðslu og stuðningi svo þær geti sinnt hlutverki félagsins.

Deildir Rauða krossins vinna að markmiðum og verkefnum félagsins á starfssvæði sínu. Verkefni vinnast með hliðsjón af þarfagreiningu á starfssvæðunum og stefnu félagsins. Félagar eru skráðir í eina deild sem miðast við búsetu. Öll geta skráð sig sem félaga hjá Rauða krossinum og gefst kostur á að greiða árgjald. Félagar sem greiða árgjaldið eru kjörgengir í stjórnir deilda, á aðalfundi deilda sem og í stjórn landsfélagsins og aðalfund Rauða krossins á Íslandi. 

 

Verða félagi

Hér getur þú skráð þig sem félaga hjá Rauða krossinum á Íslandi.

Gerast félagi