
Öryggi og björgun
Námskeiðin Öryggi og björgun er ætlað einstaklingum sem ætla sér að starfa á sund - og baðstöðum sem almenningur hefur aðgang að.
Markmið námskeiðanna er að veita þátttakendum þekkingu, leikni og hæfni í hlutverki sínu, skyldum og ábyrgð þegar það kemur að öryggi í vatni.
Eftir námskeiðið munu þátttakendur geta:
- Borið kennsl á og brugðist við neyðartilfellum í og við vatn.
- Veitt faglega aðstoð í neyðartilvikum slysa eða bráðra veikinda þar til viðbragðsaðilar mæta á vettvang og taka við aðstæðum.
Hæfnismat samkvæmt viðauka III í reglugerð um hollustuhætti á sund - og baðstöðum fer fram á námskeiðunum og er ætlað þeim þátttakendum sem þurfa að standast hæfnismat samkvæmt reglugerð.
Laugarverðir þurfa árlega að standast hæfnismat til að hafa réttindi til að starfa sem laugarvörður.

Hafðu samband
Fyrir frekari fyrirspurnir endilega hafið samband við Öryggi og björgun teymið.

Hildur Vattnes Kristjánsdóttir
Teymisstjóri skyndihjálpar
netfang: hildurvk@redcross.is

Ragna Sveinbjörnsdóttir
Sala og skipulagning skyndihjálparnámskeiða
netfang: ragnas@redcross.is