Vefverslun
Menntastyrkur - Framhaldsnám
Hin 19 ára gamla Thokozani Alexander gat haldið áfram námi eftir barneignir þökk sé menntastyrknum. Hún segir að styrkurinn frá Rauða krossinum hafi bjargað henni og hvatt hana til að standa sig vel í námi. Gjöfin þín er menntastyrkur, sem hjálpar einum einstaklingi að klára framhaldsskólanám. Í því felst eitt par af skóm fyrir skólann, tveir skólabúningar, námsgögn til fjögurra ára, skólatöskur, prófgjöld og sólarknúnir lampar fyrir heimanám.