Skyndihjálp: Endurmenntun atvinnubílstjóra 6 klst - Víkurhvarf Kópavogi

Registration for an event

Personal information

Missing information
Missing information
Email is not valid
Missing information
Missing information
Missing information
Missing information
12 Apr
Location Víkurhvarf 1, 203 Kópavogur
Time 11:00 - 17:00
Instructor Guðjón Snæfeld Magnússon
Price per person 15.400 ISK

Námskeiðið er ætlað atvinnubílstjórum sem hafa áður lokið 12 klst skyndihjálparnámskeiði og þurfa á endurmenntun að halda.

Námskeiðið er fyrir endurmenntun atvinnubílstjóra og er samkvæmt námskrá Samgöngustofu.

Markmið námskeiðisins er að veita þátttakendum tækifæri til upprifjunar á helstu viðfangsefnum skyndihjálpar með áherslu á verklega færni og tilfellaæfingar. Sú þekking, leikni og hæfni mun síðan geta nýst þátttakendum í að:
- Fyrirbyggja, bera kennsl á og bregðast við neyðartilfellum.
- Veita faglega aðstoð í neyðartilvikum slysa eða bráðra veikinda þar til viðbragðsaðilar mæta á vettvang og taka við aðstæðum.

Athugið að forsenda fyrir námskeiðinu er að þátttaka sé næg. Þátttakendur þurfa að vera skráð áður en námskeiðið hefst og ekki er tekið við skráningum á staðnum. Ef námskeiðið er fullt er ekki hægt að bæta við fleiri þátttakendum.

Ekki er boðið upp á veitingar svo fólk er hvatt til að taka með sér nesti.

Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjaldið ekki endurgreitt.

Allar frekari upplýsingar í síma 570-4000 og á namskeid@redcross.is.