Frú Ragnheiður: Skaðaminnkun
Frú Ragnheiður vinnur eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar þar sem lögð er áhersla á að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hljótast af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa. Frú Ragnheiður hefur það að markmiði að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða sem og að auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni í æð með því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærumhverfi einstaklinga. Lækkun á tíðni sýkinga og útbreiðslu smitsjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C, færri dauðsföll af völdum ofskömmtunar, ábyrgari neysluhegðun og minna af notuðum sprautubúnaði í almenningsrýmum eru á meðal þess ávinnings sem hlýst af verkefninu án mikils tilkostnaðar.
Algengar spurningar og svör
Bíllinn ekur á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Akureyri.
Höfuðborgarsvæðið: Sunnudaga til föstudaga (öll kvöld nema laugardaga) klukkan 18:00-21:00. Til að hitta bílinn er hægt að hringja í síma 788-7123 eða senda skilaboð á Facebooksíðu Frú Ragnheiðar.
Á dagtíma sinna starfskonur á höfuðborgarsvæðinu eftirfylgd með málum skjólstæðinga. Þær aðstoða skjólstæðinga við að koma málum sínum í réttan farveg og veita aðstoð við að komast í sértækari heilbrigðisþjónustu, í vímuefnameðferðir og í félagslega þjónustu.
Á Suðurnesjum er hún á ferðinni á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 20-22. Síminn er 783-4747. Frú Ragnheiður á Suðurnesjum á Facebook.
Á Akureyri er ekið á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 20-22. Síminn er 800-1150. Ungfrú Ragnheiður á Facebook.
Nálaskiptaþjónusta, boðið er upp á búnað og hreinlætisvörur fyrir notkun vímuefna um æð og tekið á móti notuðum búnaði.
Heilbrigðisþjónusta, m.a. aðhlynning sára, sýklalyfjameðferð, umbúðaskipti, saumataka og almenn heilsufarsskoðun og ráðgjöf. Á hverri vakt starfar hjúkrunarfræðingur og læknir sem sinnir bakvakt.
Sálrænn stuðningur og ráðgjöf, t.d. aðstoð við að komast í sértækari heilbrigðisþjónustu, í vímuefnameðferðir og í félagslega þjónustu.
Í Frú Ragnheiði er hægt að nálgast hlý föt, næringu, svefnpoka, tjalddýnur
Öll geta leitað til Frú Ragnheiðar. Verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og húsnæðislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðisþjónustu og nálaskiptiþjónustu.
Frú Ragnheiður lofar 100% trúnaði og nafnleynd. Við leggjum mikla áherslu á að koma fram við fólk af virðingu, skilningi og væntumþykju.
Í Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu starfa rúmlega 100 sjálfboðaliðar. Verkefnið byggir á sjálfboðnu starfi fjölbreytts hóps einstaklinga sem standa að meðaltali tvær vaktir í mánuði og skuldbinda sig í að lágmarki eitt ár. Stærsti einstaki faghópurinn eru hjúkrunarfræðingar, jafnframt eru læknar, félagsráðgjafar, lyfjafræðingar, sálfræðingar og aðrir reynslumiklir einstaklingar hluti af verkefninu. Allir sjálfboðaliðar sækja námskeið og fara í gegnum þjálfum til að geta veitt þjónustu í Frú Ragnheiðar bílnum. Aldurviðmið er 24 ár.
Tölfræði Frú Ragnheiðar fyrir árið 2024
Frú Ragnheiðar bíllinn er sérinnréttaður til að veita þjónustu á vettvangi. Tekið er á móti notuðum sprautubúnaði til förgunar í samstarfi við Landspítalann, sem er hluti af samfélagslegri skaðaminnkun til að draga úr notuðum sprautubúnaði sem verður eftir á götum borgarinnar eða í ruslinu.

Viltu verða sjálfboðaliði í verkefninu?
Við leitum að sjálfboðaliðum 24 ára og eldri sem hafa heilbrigðismenntun og/eða brennandi áhuga á skaðaminnkun. Í dag er biðlisti fyrir sjálfboðaliða.

Ylja neyslurými
Neyslurýmið Ylja er skaðaminnkandi úrræði í Borgartúni 5 þar sem einstaklingar 18 ára og eldri geta notað vímuefni í öruggara rými. Í Ylju er bæði rými fyrir notkun vímuefna um æð og reykrými þar sem hægt er að reykja ópíóíða og örvandi vímuefni. Í Ylju er einnig hægt að fá hreinan búnað fyrir notkun vímuefna í æð og hreinan álpappír til að reykja, skaðaminnkandi leiðsögn frá starfsfólki og lágþröskulda heilbrigðisþjónustu.
Það gildir algjör trúnaður og nafnleynd í úræðinu og ekki er þörf á að gefa upp kennitölu við komu.
Ylja vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði og markmið þjónustunnar er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óafurkræfan skaða, sýkingar, smitsjúkdóma, að vernda líkamlega og andlega heilsu fólks sem notar vímuefni og auka lífsgæði þeirra.
Í Ylju er lögð áhersla á að virða sjálfræði og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga sem nota vímuefni, auk þess að mæta notendum þjónustunnar án fordóma. Ekki er krafist þess að fólk hætti að nota vímuefni sem forsenda fyrir stuðningi eða þjónustu.
Ylja vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði og markmið þjónustunnar er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óafurkræfan skaða, sýkingar, smitsjúkdóma, að vernda líkamlega og andlega heilsu fólks sem notar vímuefni og auka lífsgæði þeirra.
Í Ylju er lögð áhersla á að virða sjálfræði og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga sem nota vímuefni, auk þess að mæta notendum þjónustunnar án fordóma. Ekki er krafist þess að fólk hætti að nota vímuefni sem forsenda fyrir stuðningi eða þjónustu.
Í Ylju er algjör trúnaður og nafnleynd. Ekki er þörf á að gefa upp kennitölu við komu.
Ylja er opin alla virka daga milli 10-16.
Símanúmer: 7742957
Algengar spurningar og svör
Neyslurýmið Ylja er staðsett í gámahúsi við Borgartún 5 og þar er opið alla virka daga milli 10-16.

Neyslurýmið Ylja er skaðaminnkandi úrræði í Borgartúni 5 þar sem einstaklingar 18 ára og eldri geta notað vímuefni í öruggara rými. Ylja er opin alla virka daga milli 10:00-16:00 og á opnunartíma er hægt að hafa samband í síma 7742957.
Í Ylju er bæði rými fyrir notkun vímuefna um æð og reykrými þar sem hægt er að reykja ópíóíða og örvandi vímuefni. Auk þess er sér herbergi fyrir heilbrigðisþjónustu, en gestir Ylju geta hitt hjúkrunarfræðing án þess að panta tíma.
Í Ylju er algjör trúnaður og nafnleynd. Ekki er þörf á að gefa upp kennitölu við komu.
Skaðaminnkandi þjónusta sem veitt er í Ylju:
- Rými til að nota vímuefni um æð
- Reykrými til að reykja ópíóíða og örvandi efni
- Hreinn búnaður til notkunar um æð
- Hreinn álpappír til að reykja
- Skaðaminnkandi leisögn frá starfsfólki
- Naloxone nefúði
Heilbrigðisþjónusta í Ylju
- Samtal við hjúkrunarfræðing
- Mat á sárum og sýkingum
- Sýklalyfjagjöf
- Blóðprufur
- Skimun fyrir lifrabólgu C og HIV
- Óléttupróf
Öll sem vilja ráðgjöf og öruggt skjól til að neyta vímuefna og eru 18 ára eða eldri geta leitað til Ylju.
Ylja lofar 100% trúnaði og nafnleynd. Við leggjum mikla áherslu á að koma fram við fólk af virðingu, skilningi og væntumþykju.
Tölfræði Ylju ágúst 2024 - mars 2025


