Hátíðaropnun
Skrifstofa okkar verður lokuð 24. 25. og 26. desember. Gleðilega hátíð!
Rauði krossinn flytur tímabundið - The Red Cross is moving temporarily
Aðalskrifstofa Rauða krossins á Íslandi hefur flutt tímabundið frá Efstaleiti 9 í Víkurhvarf 1 vegna framkvæmda. -- The main office of the Icelandic Red Cross has moved temporarily from Efstaleiti 9 to Víkurhvarf 1 due to maintenance.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir
20. desember 2024
Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 02. desember 2024Stjórn Rauða krossins á Íslandi og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin 9 ár, hafa gert samkomulag um starfslok hennar. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði Kristínar, sem hefur nú þegar látið af störfum. Arna Harðardóttir sem gengt hefur starfi fjármálastjóra mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra samhliða sínum störfum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Staðan verður auglýst innan skamms.
Námskeið og viðburðir
Sjá alla viðburðiPsychological First Aid for children: A Training for Teachers
This training in Psychological First Aid (PFA) for children is aimed for teachers and other educators. The training time is 9:30-16:00 on the 9th of January. Instructors are Mohammed Raheem and Sóley Ómarsdóttir.
Heimsóknavinanámskeið Akureyri
Fimmtudaginn 9. janúar 2024 verður haldið námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða í heimsóknavinaverkefnum Rauða krossins í við Eyjafjörð
Skyndihjálp 12 klst - Víkurhvarf Kópavogi
Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita einföldum aðferðum í skyndihjálp á öruggan hátt.
Rauði krossinn um land allt
Rauði krossinn á Íslandi er öflugur um allt land en útbreiðsla skyndihjálpar, neyðarvarnir og endurnýting eru þar í fararbroddi en einnig er lögð áhersla á skaðaminnkun, starf með fólki af erlendum uppruna og félagslega þátttöku.
Styrktu starfið
Stuðningur við mannúðarstarf okkar skiptir sköpum í lífi fólks. Þú getur lagt þitt af mörkum og styrkt við starf Rauða krossins.
Gjafir til góðra verka
Ertu á síðustu stundu með gjöf? Þekkir þú einhvern sem á allt en á allt það besta skilið? Gefðu vel úthugsaða gjöf til góðra verka.