Leggðu okkur lið
Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Í kjölfar samkomulags um vopnahlé á Gaza er ein stærsta mannúðaraðgerð allra tíma hafin. Í henni munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn gegna lykilhlutverki. Þú getur tekið þátt í því lífsbjargandi starfi sem nú fer í hönd með því að styðja neyðarsöfnun okkar fyrir íbúa Gaza.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf
04. nóvember 2025
Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Námskeið og viðburðir
Sjá alla viðburðiSkyndihjálp 12 klst - Víkurhvarf Kópavogi
Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri, sem vilja gefa sér góðan tíma í að læra skyndihjálp og endurlífgun. Þátttakendur öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita einföldum aðferðum...
Heimsóknavinanámskeið - Akureyri
Sunnudaginn 9. nóvember verður haldið námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða í heimsóknavinaverkefnum Rauða krossins í við Eyjafjörð
Skyndihjálp 4.klst - Akureyri
Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita einföldum aðferðum í skyndihjálp á öruggan hátt.
Styrktu starfið
Stuðningur við mannúðarstarf okkar skiptir sköpum í lífi fólks. Þú getur lagt þitt af mörkum og styrkt við starf Rauða krossins.