
Leggðu okkur lið
Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Í kjölfar samkomulags um vopnahlé á Gaza er ein stærsta mannúðaraðgerð allra tíma hafin. Í henni munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn gegna lykilhlutverki. Þú getur tekið þátt í því lífsbjargandi starfi sem nú fer í hönd með því að styðja neyðarsöfnun okkar fyrir íbúa Gaza.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf
08. október 2025
Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.

Grindvíkingar í fókus: Nýtt stuðningsverkefni
Innanlandsstarf 01. október 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ýtt úr vör nýju verkefni og býður Grindvíkingum á fjölda námskeiða, vinnustofa og viðburða, endurgjaldslaust. Verkefnið er unnið í samstarfi við KVAN, í samráði við Grindavíkurbæ og með stuðningi Rio Tinto.
Námskeið og viðburðir
Sjá alla viðburðiSkyndihjálp 4.klst - Akureyri
Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita einföldum aðferðum í skyndihjálp á öruggan hátt.
Skyndihjálp fyrir sjálfboðaliða 12 klst - ÍSLENSKA / ICELANDIC
Námskeiðið er ætlað sjalfboðaliðum sem vilja gefa sér góðan tíma í að læra skyndihjálp og endurlífgun. Þátttakendur öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita einföldum aðferðum í skyndih...
Bjargvættir: Skyndihjálp fyrir ungmenni - Víkurhvarf Kópavogi
Námskeiðið er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 12-16 ára (miðað er við fæðingarár) sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Styrktu starfið
Stuðningur við mannúðarstarf okkar skiptir sköpum í lífi fólks. Þú getur lagt þitt af mörkum og styrkt við starf Rauða krossins.