Rauði krossinn flytur tímabundið - The Red Cross is moving temporarily
Aðalskrifstofa Rauða krossins á Íslandi hefur flutt tímabundið frá Efstaleiti 9 í Víkurhvarf 1 vegna framkvæmda. -- The main office of the Icelandic Red Cross has moved temporarily from Efstaleiti 9 to Víkurhvarf 1 due to maintenance.


Rauði krossinn - 100 ár af Mannúð
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir
12. febrúar 2025
Aðalfundur höfuðborgardeildar Rauða krossins verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 17:00 í húsnæði Rauða krossins á Íslandi, Víkurhvarfi 1.

Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
Almennar fréttir 11. febrúar 2025Í dag var haldið upp á 112-daginn í slökkvistöðinni í Skógarhlíð 14, en þemað í ár var börn og öryggi. Við þetta tækifæri veitti Rauði krossinn á Íslandi skyndihjálparmanneskjum ársins viðurkenningu. Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp.

Tímasetningar aðalfunda deilda 2025
Almennar fréttir 07. febrúar 2025Hér má sjá tímasetningar á þeim aðalfundum deilda Rauða krossins sem hafa verið ákveðnir.

Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Almennar fréttir 05. febrúar 2025Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 13. mars.
Námskeið og viðburðir
Sjá alla viðburðiPsychosocial support in projects with refugees and asylum seekers
This course is preparation for volunteers in projects with refugees and is good training in how to give psychosocial support to refugees through projects. The course is taught in English.
Bjargvættir - skyndihjálp fyrir ungmenni - Víkurhvarf Kópavogur
Námskeiðið er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 12-16 ára (miðað er við fæðingarár) sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Skyndihjálp 4 klst - Víkurhvarf Kópavogi
Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita einföldum aðferðum í skyndihjálp á öruggan hátt.
Rauði krossinn um land allt
Rauði krossinn á Íslandi er öflugur um allt land en útbreiðsla skyndihjálpar, neyðarvarnir og endurnýting eru þar í fararbroddi en einnig er lögð áhersla á skaðaminnkun, starf með fólki af erlendum uppruna og félagslega þátttöku.
Styrktu starfið
Stuðningur við mannúðarstarf okkar skiptir sköpum í lífi fólks. Þú getur lagt þitt af mörkum og styrkt við starf Rauða krossins.
Gjafir til góðra verka
Ertu á síðustu stundu með gjöf? Þekkir þú einhvern sem á allt en á allt það besta skilið? Gefðu vel úthugsaða gjöf til góðra verka.