Alþjóðastarf
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
03. júlí 2025
Nánast öll opinber sjúkrahús á Gaza hafa þurft að hætta starfsemi eða hafa verið lögð í rúst síðustu mánuði. Þau fáu sjúkrahús sem enn eru starfandi, þeirra á meðal neyðarsjúkrahús Rauða krossins í Rafah, eru yfirfull og komin að hættumörkum hvað varðar stöðu nauðsynlegra birgða.

„Við fáum til okkar stóra hópa særðra nær daglega, stundum tvisvar á dag,“ segir Carrie Garavan, breskur hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Sjúklingarnir greina starfsfólkinu frá því að það þeir að koma frá stöðvum þar sem mat er úthlutað.
„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hún. „Við fáum til okkar börn með skotsár. Þau sögðu okkur að þau hefðu einnig verið að bíða í röðinni eftir mat.“
Rauði krossinn á Íslandi er í hópi þeirra fimmtán landsfélaga sem standa að rekstri neyðarsjúkrahússins. Þangað hafa fjórir íslenskir sendifulltrúar farið tímabundið til starfa frá opnun í maí í fyrra.
Útbreiddur skortur á nauðsynjum
Nánast öll opinber sjúkrahús á Gaza hafa þurft að hætta starfsemi eða hafa verið lögð í rúst síðustu mánuði. Þau fáu sjúkrahús sem enn eru starfandi, þeirra á meðal neyðarsjúkrahús Rauða krossins í Rafah, eru yfirfull og við hættumörk hvað varðar stöðu nauðsynlegra birgða. Skortur er á flestu – jafnt á eldsneyti sem líkpokum. Þetta skerðir verulega getuna til að meðhöndla særða eða tryggja virðulega meðferð látinna.
Víðtækar fyrirskipanir um rýmingu svæða hafa valdið því að fólk er á stöðugum vergangi og þröngvað inn á sífellt minni svæði. Þessar fyrirskipanir um rýmingar sundra fjölskyldum, gefa fólki lítinn tíma til að safna saman þeim fáu eigum sem það á eftir og halda áfram að skapa skelfingu meðal almennra borgara. Þær hafa áhrif á getu sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks til að komast á heilbrigðisstofnanir og skerða verulega getu þessara stofnana til að starfa eðlilega. Á sama tíma verða þær til þess að auka enn á álag þegar yfirfullra stofnana utan rýmingarsvæðanna. Endurteknir og stöðugir flutningar fólks hindra einnig getu viðbragðsaðila til að ná til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda.
Fjölskyldum sé ekki sundrað
Alþjóðaráð Rauða krossins ítrekar eindregið ákall sitt um vernd heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisstofnana á Gaza. Þau verða að njóta virðingar og verndar til að tryggja lífsvon fyrir særða og sjúka. Grípa verður til allra mögulegra ráðstafana til að styðja við starf þeirra, tryggja öryggi þeirra og jafnframt að þau séu ekki svipt nauðsynlegum úrræðum.
Grípa verður til allra mögulegra ráðstafana til að tryggja að almennir borgarar hafi viðunandi aðstæður hvað varðar skjól, hreinlæti, heilbrigði, öryggi og næringu og að fjölskyldum sé ekki sundrað.
Alþjóðleg mannúðarlög skulu vernda alla almenna borgara, hvort sem þeir yfirgefa svæði eða ekki. Núna eru mörg á Gaza særð, veik eða með fötlun – þau geta oft ekki framfylgt fyrirskipunum um rýmingar. Stöðugt verður að gæta að því að hlífa þeim. Þessir hópar verða að hafa áfram aðgang að fullnægjandi læknisþjónustu og annarri nauðsynlegri þjónustu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.